Íslenska kvennalandsliðið er nú komið af stað áleiðis til Danmerkur þar sem liðið mun dvelja næstu daga í æfinga- og keppnisferð. Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hafa tekið yfir Snapchat-reikning Karfan.is svo við fáum aðeins að skyggjast á bakvið tjöldin.
Karfan.is á Snapchat: Karfan.is
Fyrsti leikur Íslands á mótinu er á morgun gegn Dönum og þjóðirnar mætast svo aftur á miðvikudag en á föstudag er leikur gegn Finnum. Hægt verður að fylgjast með mótinu hér.



