08:15
{mosimage}
(Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik)
Í dag kl. 16:00 mætast Sviss og Ísland þegar keppni í síðari hluta B-deildar Evrópukeppninnar hefur göngu sína. Framundan eru fimm leikir hjá íslenska liðinu og lýkur törninni þann 29. ágúst næstkomandi. Konurnar hefja leik í Sviss en eini sigur íslenska liðsins í fyrri hluta keppninnar kom einmitt gegn Sviss. Liðin mætast ytra en Ísland hafði betur 68-53 þegar liðin mættust hér heima í fyrra.
Sviss er í sjötta og neðsta sæti riðilsins án sigurs en þar fyrir ofan er Ísland í fimmta sæti með einn sigurleik. Eins og þegar hefur komið fram í máli landsliðsþjálfarans, Hennings Henningssonar, hefur íslenska liðið sett sér það markmið að vinna þrjá leiki af fimm í þessum síðari hluta. Tekst stelpunum að halda sjó í jafn veglegu markmiði? Fylgist með þeim í beinni tölfræðilýsingu kl. 16:00 í dag á tenglinum hér að neðan:
Staðan í riðlinum:
Svartfjallaland-10 stig
Holland-9 stig
Íralnd-8 stig
Slóvenía-7 stig
Ísland-6 stig
Sviss-5 stig
Texti: [email protected]
Mynd: [email protected]



