spot_img
HomeFréttirKvennalandsliðið mætir Sviss á miðvikudag

Kvennalandsliðið mætir Sviss á miðvikudag

15:40

{mosimage}

(Frá blaðamannafundi KKÍ í dag)

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hefur á miðvikudagskvöld keppni í B-deild Evrópukeppninnar þegar liðið tekur á móti Sviss að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Þetta er í annað sinn sem íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í B-deildinni en í fyrra keppti liðið í fyrsta sinn. Körfuknattleikssamband Íslands hélt blaðamannafund í dag þar sem dagskrá haustsins hjá kvennalandsliðinu var formlega kynnt.

 

Fyrsti leikurinn er gegn Sviss á miðvikudagskvöld en hér að neðan er dagskrá haustsins hjá kvennalandsliðinu:

27. ágúst
Ísland-Sviss

30. ágúst
Holland-Ísland

3. september
Ísland-Slóvenía

6. september
Írland-Ísland

10. september
Svartfjallaland-Ísland

Þjálfari liðsins er Ágúst Sigurður Björgvinsson og honum til aðstoðar er Finnur Stefánsson.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -