spot_img
HomeFréttirKvennalandsliðið farið af stað til Portúgal

Kvennalandsliðið farið af stað til Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lagði í morgun af stað til Portúgal þar sem liðið mun spila sinn þriðja leik í undankeppni EuroBasket 2017. Til þessa hefur íslenska liðið leikið tvo leiki en mátt fella sig við tap úti gegn Ungverjum og tap heima gegn Slóvökum. Ísland og Portúgal eiga það sammerkt í riðlinum að hafa bæði tapað leikjum sínum til þessa.

Í dag ferðast liðið til Portúgal en sjálfur leikurinn fer fram á laugardag í bænum Ilhavo sem er um 250 km norður af Lisbon. Að loknum leiknum í Portúgal heldur íslenska liðið heim og tekur svo á móti Ungverjum hér heima þann 24. febrúar næstkomandi. 

Leikurinn í Portúgal á laugardag er sögulegur fyrir þær sakir að liðið hefur aldrei spilað landsleik svo snemma árs en leikurinn á laugardag bætir gamla metið um 42 daga en Ísland mætti Wales þann 3. apríl árið 1988. Sá leikur fór fram í Keflavík og var hluti af Páskamóti KKÍ en þá var Sigurður Hjörleifsson við stjórnartauma landsliðsins. Nánar má lesa um það mál hér á heimasíðu KKÍ. 

Karfan.is verður með í för til Portúgal og þið getið fylgst með gangi mála hjá okkur á Snapchat (Karfan.is) Instagram og Facebook. 

Staðan hjá íslenska liðinu í E-riðli undankeppni EuroBasket 2017 
 

TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
2
2/0
139/100
4
2.
2
2/0
128/98
4
3.
2
0/2
93/123
2
4.
2
0/2
105/144
2

Mynd/ Bára Dröfn 

Fréttir
- Auglýsing -