spot_img
HomeFréttirKvenna NCAA: Úrslitaleikurinn á NASN í dag - Candice á móti Candace

Kvenna NCAA: Úrslitaleikurinn á NASN í dag – Candice á móti Candace

10:00

{mosimage}

Candice Wiggins (11) hefur leikið mjög vel í úrslitakeppninni

Í nótt léku kvennalið Stanford og Tennessee í úrslitum NCAA. Bæði liðin hafa leikið vel í vetur. Tennessee er með 35 sigra í 37 leikjum og Stanford er með 35 í 38 leikjum. Tennessee komst í úrslitaleikinn með því að sigra gott lið LSU í undanúrslitunum með flautukörfu og Stanford náði að skella góði liði Uconn, 82-73. Liðin hafa mæst einu sinni í vetur og þá vann Stanford á heimavelli eftir framlengingu.

Sérfræðingar spá því að úrslitaleikurinn verði einvígi á mill C. Wiggins og Candace Parker. Sú fyrri hefur leikið mjög vel fyrir Stanford í keppninni og í einum leiknum var hún með 44 stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Leikmaður Tennessee C. Parker er talin vera besti kvennleikmaðurinn í NCAA. Það verður fróðlegt að sjá hver hefur betur í leiknum.

Kapalstöðin NASN mun sýna leikinn kl. 13:30 í dag (miðvikudag). Upphitun fyrir leikinn byrjar kl. 12:30.

Mynd: www.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -