spot_img
HomeFréttirKRTV verður í Grindavík í kvöld

KRTV verður í Grindavík í kvöld

13:10 

{mosimage}

KRTV hefur fengið leyfi hjá Grindvíkingum til að sýna beint frá leik Grindavíkur og KR í Iceland Expressdeildinni sem fram fer fimmtudaginn 18. október, í kvöld, klukkan 19:15. Útsendingin hefst í kringum 19:00.  

Eftir velheppnaða frumraun KRTV í leik KR og Fjölnis í Iceland Expressdeildinni hafa sjónvarpsmenn félagsins strax farið í útrás.

 

Á heimasíðu KR, www.kr.is/karfa kemur eftirfarandi fram:

 

Við viljum þakka Hermanni forstöðumanni íþróttamannvirkja Grindavíkur fyrir liðlega aðstoð og Grindvíkingum fyrir að leyfa okkur að sýna frá leiknum. Við vonumst til að fleiri lið taki jafn vel á móti okkur og Grindvíkingar gerðu.  

Í sambandi við útsendinguna á netinu þá á það eftir að koma í ljós hvort að tenging og IP tölurnar nái að tala saman, en hlutirnir eiga að vera rétt tengdir eins og staðan er í dag og kemur það ekki í ljós fyrr en um 18:45 í kvöld hver staðan er.  Fyrir leikinn ætlum við að reyna að fá þjálfara liðanna í viðtöl og í hálfleik ætlum við að fá einhverja snillinga í viðtal.  Eftir leikinn tökum við að sjálfsögðu viðtöl við þjálfara KR og einhverja valinkunna leikmenn.  Ef myndin frýs í útsendingu er ekkert annað að gera en að slökkva á windows media spilaranum og opna aftur. Við vonumst til að geta sent út snuðrulaust og viljum við endilega fá að heyra hvernig til tekst eftir leikinn með því að fá sendan póst á [email protected]

Á morgun verða lýsendur á leiknum þeir Ingi Þór Steinþórsson sem lýsti leik KR-Fjölnis og að auki mun formaður körfuknattleiksdeildar KR Böðvar Eggert Guðjónsson vera fyrsti gestalýsandi KRTV. Árni Þórólfur Árnason verður myndatökumaður en tæknimál eru í höndum heimasíðu og KRTV manna.

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -