Köruknattleiksdeild KR hefur sett á laggirnar vefinn www.krtv.is sem er ætla að sjá um allar útsendingar hjá meistaraflokkum liðanna í vetur ásamt því að myndbönd úr hinum ýmsu flokkum verða sett þar inn. KRtv hefur verið brautryðjandi (ásamt Blikum) í því að senda út beint frá körfuknattleiksleikjum undanfarin ár og kemur því ekki á óvart að þeir skuli standa að svo myndarlegum vef.
KRTV hafa nýliðna mánuði verið að safna fyrir búnaði til að taka upp og senda út leiki í DHL höllinni. Undanfarin ár hafa þeir verið með lánsbúnað en nú er þeirra eigin búnaður komin í hús og verður hann í DHL höllinni til frambúðar fyrir deildina.
Óhætt er að segja að engin önnur íþrótt á landinu getur státað af slíkum árangri í að miðla kappleikjum eins skilvirklega og körfuknattleiksdeildir landsins og á tímum þá eru heilu umferðirnar í beinni á netinu. Vel gert Karfa!!



