12:00
{mosimage}
ÍR-ingar hafa náð samningum við Marko Palada frá Króatíu um að leika með liðinu í vetur, í stað Nedzad Spahic sem ákvað að leita á önnur mið á síðustu stundu. Marko er 23 ára og 202 cm og lék á síðasta tímabili með HKK Posusje í Bosníu með 11,4 stig í leik.
Tímabilið þar á undan lék hann með Zagorje Tehnobeton í Króatíu og var með 11,2 stig, 4 fráköst (6,2 í úrslitakeppninni), 58% skotnýtingu 2ja stiga og 50% í 3ja stiga.
Hann hefur leikið allmarga landsleiki með U16 landsliði Króatíu.
Stefnt er að því að ná Marko til landsins fyrir Powerade bikarkeppnina.