spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKróati til Þórs Akureyri

Króati til Þórs Akureyri

 

Þór Akureyri hefur samið við króatíska framherjann Damir Mijic um að leika með liðinu á komandi tímabili. Mijic er 201 cm hár og 31 árs gamall. 

 

Lék hann stórt hlutverk á síðasta tímabili með Agrodalm Zagreb sem lauk keppni í 4. sæti í Croatia prva liga, króatísku 1. deildinni.

Lárus Jónsson þjálfari Þórs segir að Damir sé fjölhæfur stór leikmaður sem hann hafi séð spila í Zagreb fyrir skömmu. ,,Honum er ætlað að spila sem framherji og miðherji hjá okkur. Damir ætti að geta stutt vel við þann kjarna sem er fyrir hjá liðinu og verið góð fyrirmynd fyrir unga og efnilega leikmenn því hann æfir þrisvar dag. Hann og Larry gætu náð vel saman þar sem báðir eru mjög vinnusamir leikmenn sem vilja bæta sinn leik og æfa aukalega“ sagði Lárus að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -