spot_img
HomeFréttirKróatar Evrópumeistarar U16 ára landsliða

Króatar Evrópumeistarar U16 ára landsliða

 
Í gærkvöldi mættust Króatía og Tékkland í úrslitum Evrópumeistaramótsins í flokki U16 ára landsliða. Króatar voru mun sterkari og unnu sitt annað gull í röð í keppninni með 67-57 sigri en mótið fór fram í Tékklandi. Mario Hezonja var valinn besti maður mótsins en hann gerði 21 stig og tók 10 fráköst í úrslitaleiknum.
5500 manns fylgdust með úrslitaleiknum en heimamenn í Tékklandi hafa staðið sig með mikilli prýði og liðinu ekki spáð viðlíka velgengni fyrir mótið.
 
 
Mynd/ Evrópumeistarar Króatíu brugðu á leik eftir að sigurinn var í höfn í Tékklandi í gærkvöldi.
 
Fréttir
- Auglýsing -