spot_img
HomeFréttirKristrún: Við erum með frábært lið

Kristrún: Við erum með frábært lið

00:00

{mosimage}

„Þetta var þvílík barátta. Við áttum von á hörku leik og við vorum tilbúnar í þetta” sagði Kristrún Sigurjónsdóttir þegar karfan.is náði í skottið á henni í leikslok. Kristrún endaði leikinn með 11 stig og 6 fráköst og dreif Haukaliðið áfram til sigurs.

Kristrún hefur ekki verið jafn atkvæðamikil í úrslitakeppninni eins og hún var í deildinni í vetur en sýndi það svo um munaði í leiknum að hún ætlaði sér sigur og barðist eins og ljón frá fyrstu mínútu. Kristrún sagði að Haukaliðið væri einfalldlega frábært og að hún hafi fengið mikinn stuðning frá félögum sínum í liðinu.

„Ég vil þakka það að vera í góðu liði og þær eru búnar að styðja virkilega vel við bakið á mér. Þó svo að ég eigi slæma leiki þá eru aðrir í liðinu sem stíga upp og það hefur sýnt sig. Við eru bara með frábært lið”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -