17:52
{mosimage}
(Kristrún við verðlaunaafhendinguna í dag)
Kristrún Sigurjónsdóttir tók við fyrirliðabandinu hjá Haukum fyrir þetta tímabil af þeim Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur þegar þær yfirgáfu félagið. Kristrún er orðin leiðtoginn í Haukaliðinu og virðist una því hlutverki afar vel. Haukar sem eru margfaldir meistarar síðustu ára hafa byrjað rólega í Iceland Express-deildinni og hafa tapað tveimur leikjum: gegn Keflavík og KR. Kristrún sagði að liðið ætti mikið inni á seinni hluta tímabilsins.
Hefur þú fengið einstaklingsverðlaun áður? ,,Ég hef fengið einstaklingsverðlaun hjá mínu félagi og fyrir framlag í yngri landsliðum en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ verðlaun hjá sambandinu,” sagði Kristrún og bætti við að þessi viðurkenning skipti hana miklu máli. ,,Þessi viðurkenning skiptir mig vissulega máli. Þetta er viðurkenning á því sem maður er að gera vel.”
Um tímabil Haukanna fram að þessu sagði hún að liðið hafi farið rólega af stað. ,,Við höfum verið að vinna leiki sem við eigum að vinna en höfum verið að tapa fyrir Keflavík. Við byrjuðum rólega og ég tel að við eigum enn eftir að sýna hvað við getum. Við eigum eftir að koma tvíefldar til leiks eftir áramót,” sagði Kristrún ákveðin að lokum.
Mynd: [email protected]



