09:00
{mosimage}
Íslandsmeistarar Hauka mæta deildarmeisturum Keflavíkur í dag í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Kristrún Sigurjónsdóttir þekkir vel til á parketinu í Keflavík en lið hennar Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum þar á síðasta tímabili. Kristrún sagði að fyrsti leikurinn væri mikilvægur og býst hún við erfiðum leik í Keflavík í dag.
,,Við verðum að byrja vel í dag,” sagði Kristrún um leik dagsins. ,,Við þurfum að taka einn á útivelli til að taka þetta einvígi og við verðum að taka okkar heimaleiki til að vinna þessa þrjá leiki. Fyrsti leikurinn er mikilvægur og eftir hann sjáum við hvernig þetta fer.”
Haukar fengu nýjan erlendan leikmann fyrir stuttu Victoria Crawford og Kristúrn hefur miklar mætur á henni og telur hana henta liði sínu afar vel. ,,Eftir að við fengum nýjan kana hefur spilið okkar bara batnað. Við erum með fjölhæfan kana og það sýndi sig í síðasta leik gegn Grindavík. Vic hefur spilað hér áður þannig að hún er ekki óþekkt númer en hún er bara búin að spila með okkur einnleik þannig að við komum með eitthvað nýtt í þeta.”
Emil Örn Siguðarson
Mynd: [email protected]



