spot_img
HomeFréttirKristrún: Tiffany of stór biti

Kristrún: Tiffany of stór biti

18:27

{mosimage}

Kristrún Sigurjónsdóttir fyrirliði Hauka skoraði 17 stig í dag í Lýsingarbikarnum. Hún sagði að lið sitt átti í erfiðleikum í seinni hálfleik og Tiffany Roberson var þeim erfið.

Eftir góðan fyrri hálfleik voru Haukastúlkur með allt niðurum sig í þeim seinni. Kristrún átti fá svör um hvað gerðist en sagði lið sitt hafa verið áhorfendur í þeim seinni. ,,Ég get eiginlega ekki sagt það hvað klikkaði. Við vorum eiginlega bara áhofrendur í þeim seinni heldur en þátttakendur,” sagði Kristrún eftir leik.

,,Í þriðja leikhluta fór kaninn þeirra Tiffany í gang og við áttum í vandræðum með hana í seinni hálfleik eins og það gekk vel að loka á hana í fyrri hálfleik. Hún var of stór biti í dag,” sagði Kristrún og notaði tækifærið til að hrósa andstæðingum sínum. ,,Þær eiga allar hrós skilið í dag, allt Grindavíkurliðið,” sagði hún að lokum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -