spot_img
HomeFréttirKristrún Sigurjónsdóttir: Væri gaman að sjá tvö lið í úrslitum með Haukastelpum...

Kristrún Sigurjónsdóttir: Væri gaman að sjá tvö lið í úrslitum með Haukastelpum í

9:00

{mosimage}

Haukastúlkur féllu úr leik í Íslandsmótinu á miðvikudag þegar þær töpuðu þriðja leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Við náðum tali af Kristrúnu Sigurjónsdóttur og báðum hana að segja nokkur orð um leikinn.

Já nokkur orð segirðu… Leiðinlegt að tapa síðasta leiknum svona og þar af leiðandi tapa seríunni 3-0, lýsir engan vegin úrslita einvíginu við þær þar sem við töpuðum fyrsta leiknum í framlengingu og áttum hörkuleik í örðum leiknum. Leikurinn í gær var jafn framan af, við byrjuðum í svæði en gáfum þeim allt of mörg opin 3ja, síðan í seinni hálfleik komu þær bara mun sterkari til leiks. Við hefðum átt meiri sjens í þessari rimmu hefðum við bara mætt grimmari til leiks í fyrstu leikjunum.

Hvað er framhaldið núna hjá þér og Haukum?
Núna tekur bara við tveggja vikna frí, svo framhaldið verður ekki ljóst alveg strax en það er langur vegur að næsta tímabili þannig að óþarfi að fara tala um einhverjar breytingar strax.

Hvaða lið mætir Keflavík í úrslitum?
Ég væri ekkert á mót því að sjá tvö lið í úrslit með Haukastelpum í.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -