spot_img
HomeFréttirKristrún Sigurjónsdóttir: Áttum fá svör við þeirra leik

Kristrún Sigurjónsdóttir: Áttum fá svör við þeirra leik

21:57 

{mosimage}

(Kristrún í góðri gæslu í kvöld) 

Sterk pressuvörn og mikill hraði var banabiti Haukakvenna að Ásvöllum í kvöld er þær töpuðu stórt gegn franska liðinu Lattes 105-54. Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 4 stig í leiknum og tók tvö fráköst en sagði hraða og styrk gestanna hafa gert útslagið. 

,,Þetta var erfiður leikur, Lattes eru með eldra, reyndar, stærra og sterkar lið en við og við áttum fá svö við sóknarleik þeirra og pressuvörn, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Kristrún í samtali við Karfan.is. 

Þrátt fyrir sterka andstæðinga voru Haukar ekki að hitta á sinn besta leik í kvöld. Með góðum leik hefði munurinn vafalítið verið minni. Þess má geta að Haukar hittu aðeins úr einni af átta þriggja stigatilraunum sínum. 

,,Við vorum ekki að setja niður auðveldu skotin og framhaldið hjá okkur í þessari keppni er ekkert voðalega bjart,” sagði Kristrún en horfði þó vongóð til Iceland Express deildarinnar þar sem Haukar tróna á toppi deildarinnar ásamt Keflavík en Haukar eiga leik til góða. 

Lattes er á toppi riðilsins eftir sigur kvöldsins og fátt sem kemur í veg fyrir að franska liðið haldi áfram í milliriðlana. 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -