Fullt nafn: Kristrún Sigurjónsdóttir.
Aldur: 23ára.
Félag: Haukar.
Hjúskaparstaða: Á lausu.
Happatala: 15.
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Þegar ég var 11 ára með Aftureldingu í Mosó.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ekki mikið um eldri fyrirmyndir í körfunni í Mosfellsbænum á þessum tíma en Erna og Linda Jónsdætur (KR-ingar) komu mér í körfuna.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Jón Arnór og Signý Hermanns. Í 1.deildinni eru það Haukamennirnir Sveinn Ómar Sveinsson og Kristinn Jónasson.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Cedric Isom í Þór Ak. og Slavica Dimovska í Haukum.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Ragna Margrét í Haukum og svo er gaman að fylgjast með Bergdísi Ragnarsdóttur í Fjölni.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Árni Freyr Sigurlaugsson kennari og körfuboltadómari með meiru.
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ágúst S. Björgvinsson.
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Michael Jordan og svo var Karl Malone alltaf líka í miklu uppáhaldi.
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James og Kobe Bryant.
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei.
Sætasti sigurinn á ferlinum? Fyrsti bikarinn sem ég vann með Haukum, bikarmeistarar 2004.
Sárasti ósigurinn? Þegar við töpuðm undan úrslitaleik við ÍS í bikar, við tveimur stigum yfir þegar þær eiga innkast á hliðarlínu og setja þrist þegar 2sek voru eftir og vinna með einu stigi.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Handbolti og fótbolti.
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Aftureldingu, ÍR og Haukum.
Uppáhalds:
kvikmynd: The Shawshank Redemption
leikari: Bruce Willis
leikkona: Julia Louis-Dreyfus
bók: Sjálfstætt fólk
matur: Allt heimalagað
matsölustaður: Hótel mamma
lag: Svo mörg, get ekki valið
hljómsveit: U2, CCR, Kings of leon
staður á Íslandi: Hornstrandir
staður erlendis: París
lið í NBA: Chicago hér í den
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Steingrímur J. Sigfússon
alþingiskona: Jóhanna Sigurðardóttir
heimasíða: Karfan.is og facebook ef það telst heimasíða
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Tek rólegheitin á þetta, legg mig.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Báðum að sjálfsögðu…..
Furðulegasti liðsfélaginn? Telma Fjalars og Helena Hólm með eindæmum furðulegar.
Besti dómarinn í IE-deildinni? Simmi og Kiddi. (Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson)
Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálf (hmm hugmyndarík ég).
Þín ráð til ungra leikmanna? Þetta klassíska er að fara á aukaæfingar, það gerir mikið. Svo auðvitað hafa gaman af leiknum…
(Spurning frá Söru Sædal sem var síðast í 1 á 1)
Hver er besti örvhenti leikmaður sem spilað hefur á Íslandi fyrir utan Nonna Mæju. Kk eða kvk? Man ekki eftir neinum, en Larry Bird var sennilega sá besti í heiminum eða var hann rétthentur..
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Er kreppan það besta sem gat komið fyrir íslenskan körfubolta?



