13:30
{mosimage}
„Tilfinningin er virikilega góð” sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Haukaliðsins, þegar hún var spurð að því hvernig henni liði eftir sigurinn gegn Keflavík í gær en Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn eftir yfirburðar sigur gegn Suðurnesjastúlkum.
„Það er gaman að rifja upp að í upphafi tímbils var okkur ekki spáð svona ofarlega í deildinni en við höfum sannað það og þá sérstaklega fyrir okkur sjálfum að við erum með hörku lið” sagði Kristrún sem bjóst engan vegin við svona stórum sigri gegn Keflavík
„Keflavík er með gott lið og við áttum von á hörkuleik. Þetta var náttúrlega alveg barátta en það voru allir að spila vel í Haukaliðinu og þá er kannski erfitt að stoppa okkur” sagði Kristrún og hljóp svo til að fagna með restinni af Haukaliðinu.



