spot_img
HomeFréttirKristrún: Fer í oddaleik þar sem allt getur gerst

Kristrún: Fer í oddaleik þar sem allt getur gerst

Kristrún Sigurjónsdóttir leikmaður Vals á von á því að úrslitasería Snæfells og Keflavíkur fari í oddaleik þar sem allt getur gerst. Karfan.is fékk Kristrúnu til að velta sér eldsnöggt upp úr einvígi liðanna en Keflavík og Snæfell mætast í sínum öðrum úrslitaleik í kvöld kl. 19:15.

 

Ég á von á mjög spennandi leikjum. Ég held að það sé óhætt að segja að hér mæti tvö sterkustu lið deildarinnar. Bæði lið hafa sterk byrjunarlið og sterka leikmenn á bekknum. Það sem sker úr um sigur er að mæta tilbúinn til leiks, hvort liðið er sterkara andlega og taki réttar akvarðanir og lágmarki tapaða bolta sem og rífi niður fráköst og auðvitað fylgja leikskipulagi þjálfarans. 

Bandarísku leikmennirnir eru í svipuðum gæðum og eiga eftir að skila sínu. Ég tel að það sé meiri reynsla í Snæfellsliðinu og þar fer Hildur sig fremst i flokki. Hún sýndi stáltaugar í fyrsta leiknum þegar hún kláraði tvö vítaskot í lok leiks og ég tel að hún sér algjör lykil leikmaður fyrir Snæfell. Að sama skapi á mikið eftir að mæða á Söru Keflavíkurmegin. Hún er lykil leikmaður þeim megin og með talsverða reynslu þó ung sé. 

Það verður einnig spennandi að sjá hvernig Birna Valgarðs á eftir að standa sig. Grunar að hún taki aukna ábyrgð í þessari rimmu. Nokkuð viss að það verður engin sópur á lofti. Liðin eiga eftir að klára heimaleikina sína og þetta fer í oddaleik þar sem allt getur gerst.

Fréttir
- Auglýsing -