spot_img
HomeFréttirKristófer: Þjálfarinn sem dregur mig í körfuna úr fótboltanum

Kristófer: Þjálfarinn sem dregur mig í körfuna úr fótboltanum

 

Framherjinn Kristófer Acox gerði í dag tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt KR. Kristófer var valinn besti leikmaður Dominos deildarinnar á síðasta tímabili sem og leikmaður úrslitakeppninnar, en KR vann þá sinn fimmta titil í röð.

 

Fréttirnar komu að einhverju leyti á óvart þar sem að einhverjir höfðu gert ráð fyrir því að Kristófer færi í atvinnumennsku frá Íslandi eftir þetta síðasta tímabil. Fyrir það er ekki lokað með þessum samning, en verði hann ekki búinn að semja við eitthvað lið erlendis fyrir lok október mun hann klára tímabilið með KR.

 

Karfan spjallaði við Kristófer er hann skrifaði undir í dag í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -