Þann 7.-9. júlí fara fram körfuboltabúðir í Reykjavík fyrir ungmenni á aldrinum 12 til 18 ára. Það eru þeir Kristófer Acox leikmaður KR og Matthías Orri Sigurðarson leikmaður ÍR sem standa fyrir búðunum.
Markmið búðanna er að þeirra sögn að fara ítarlega í aðalatiði körfuboltans þar sem knattrak, skot og sendingar verða sérstaklega tekin fyrir. Vonast er til þess að þátttakendur læti margskonar æfingar til þess að taka með sér inn í sumarið.
Gestaþjálfarar verða ekki að verra taginu en landsliðsmenn og aðrir sterkir þjálfarar hafa boðað komu sína. Verðið er 6000 kr og fer skráning fram á [email protected].
Kristófer Acox sem leikur með KR í Dominos deild karla er ný komin heim úr fjögurra ára veru hjá Furman Paladins í bandaríska háskólaboltanum. Hann vann íslandsmeistaratitilinn með KR á síðasta tímabili og var í A-landsliðshóp í undankeppni Eurobasket síðast liðið sumar.
Matthías Orri Sigurðarson fór fyrir liði ÍR sem komst í úrslitakeppni Dominos deildarinnar í fyrsta skipti í nokkur ár. Hann kom frá Colombus State University fyrir síðasta tímabil og leiddi liðið í stigum og stoðsendingum. Matthías endaði með 19,1 stig, 5,4 stoðsendingar og 5,1 fráköst að meðaltali í leik. Þetta tryggði honum sæti í landsliðinu á Smáþjóðaleikunum fyrir stuttu.
Körfuboltabúðirnar fara fram í Frostaskjóli eða DHL höllinni eins og hún er kölluð. Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
Föstudagurinn 7. júlí frá 17:00-19:30
Laugardagurinn 8. júlí 11:00-14:00
Sunnudagurinn 9. júlí 11:00-14:00
Ljóst er að þessar körfuboltabúðir eru eitthvað sem engin iðkanndi má láta fram hjá sér fara. Sumarið er tíminn til að bæta sig og því gott tækifæri að fá möguleika til þess hjá landsliðsmönnum.