Tveimur leikmönnum Bónus deildar karla var gert að greiða 15.000 kr sekt í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar KKÍ.
Um er að ræða leikmann Vals Kristófer Acox, fyrir framferði sitt í leik gegn Álftanesi og Hákon Örn Hjálmarsson fyrir sitt framferði í leik gegn Grindavík.
Agamál 14/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik ÍR gegn Grindavík, sem fram fór þann 13 nóvember 2025.
Agamál 15/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kristófer Acox, leikmaður Vals, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Vals gegn Álftanes, sem fram fór þann 14 nóvember 2025.



