spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKristófer kveðst eiga háar fjárhæðir inni hjá KR

Kristófer kveðst eiga háar fjárhæðir inni hjá KR

Líkt og Vísir greindi frá í gær þá er landsliðsframherjinn Kristófer Acox ekki enn kominn með félagaskipti til Vals í Dominos deild karla þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um félagaskiptin í fjölmiðlum fyrir nokkru síðan. Samkvæmt heimildum mun það vera svo vegna trega KR til þess að skrifa undir pappírana.

Samkvæmt fréttinni vill KR ekki skrifa undir félagaskiptin, en líkt og fréttir í kringum félagaskiptin voru, verður það að teljast vera vegna einhverrar kergju tengda þeim og hvernig staðið hafi verið að brotthvarfi leikmannsins frá uppeldisfélagi sínu í Vesturbænum. Mun málið vera komið inn á borð aga- og úrskurðanefndar, sem mun dæma í málinu.

Samkvæmt fréttum Vísis í dag segir Kristófer félagið skulda sér nokkrar miljónir, en hann segist einnig hafa þurft að sætta sig margoft við það að fá ekki greidd umsamin laun samkvæmt samningi og að það sé ástæðan fyrir því að hann ákvað að rifta samning sínum og ganga til liðs við Val nú í sumar.

Samkvæmt formanni KR, Böðvari Guðjónssyni, vill félagið ekki tjá sig um málið, en að mál leikmannsins sé í ferli.

Fréttir
- Auglýsing -