spot_img
HomeFréttirKristófer haslar sér völl á nýjum vettvangi

Kristófer haslar sér völl á nýjum vettvangi

Kristófer Acox leikmaður Vals hefur síðustu misseri einnig einbeitt sér að öðru en körfuboltanum, en í síðustu viku komu út tvö lög frá honum á Spotify, “Hún vill koma nær” og “Fyrir þig” á smáskífunni Bjartar Nætur undir listamannsnafninu Acox.

Sagði hann frá útgáfunni á samfélagsmiðlinum Instagram, en þar tekur hann fram að Jón Bjarni Þórðarson og Ásgeir Kristjánsson hafi unnið með honum við lagasmíðarnar.

Ljóst er að hér gæti verið um sumarsmellina 2023 að ræða og munu ófáir dansa létt spor við þessi frábæru lög. Karfan óskar Kristófer til hamingju með nýju lögin.

Fréttir
- Auglýsing -