spot_img
HomeFréttirKristófer framlagshæstur í íslenska liðinu

Kristófer framlagshæstur í íslenska liðinu

Smáþjóðaleikunum lauk um helgina þar sem íslensku karla- og kvennalandsliðin máttu bæði fella sig við silfrið eftir úrslitaleiki laugardagsins. Kvennaliðið tapaði naumlega gegn Lúxemborg en karlaliðið fékk skell gegn Svartfellingum. Nýliðinn Kristófer Acox átti flott mót með íslenska liðinu en hann varð framlagshæstur allra íslensku leikmannanna með 17,67 framlagsstig að meðaltali í leik. Kristófer var næstframlagshæstur allra á mótinu á eftir Denell Stephens leikmanni Lúxemborgar sem var með 20 framlagsstig að meðaltali í leik.

Ísland átti einnig næst framlagshæsta leikmanninn í kvennaflokki en það var Helena Sverrisdóttir með 22,33 framlagsstig að meðaltali í leik. Aðeins Lisa Jablonowski leikmaður Lúxemborgar var atkvæðameiri með 22,67 framlagsstig á leik.

Tölfræðin kvennamegin á Smáþjóðaleikunum
Helena Sverrisdóttir var stigahæsti leikmaður kvennakeppninnar með 16 stig að meðaltali í leik og varð í 2. sæti stoðsendingalistans með 6,33 stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir leiddi keppnina í fráköstum með 10 fráköst að meðaltali í leik og eins og áður greinir varð Helena önnur í framlaginu með 22,33 framlagsstig að meðaltali í leik.

Stig – kvennaflokkur

No Player Team Games PTS Average
1. Helena Sverrisdottir Iceland A women 3 48 16.00
2. Cathy Schmit Luxembourg A women 3 47 15.67
3. Lisa Jablonowski Luxembourg A women 3 43 14.33
4. Jezabel Richard Monaco A women 3 41 13.67
5. Marine Peglion Monaco A women 3 37 12.33

Stoðsendingar – kvennaflokkur

No Player Team Games AS Average
1. Cathy Schmit Luxembourg A women 3 24 8.00
2. Helena Sverrisdottir Iceland A women 3 19 6.33
3. Marine Peglion Monaco A women 3 16 5.33
4. Christina Grima Malta A women 3 11 3.67
5. Rebecca Thoresen Brincat Malta A women 3 10 3.33

Fráköst – kvennaflokkur

 

No Player Team Games RT Average
1. Hildur Bjorg Kjartansdottir Iceland A women 3 30 10.00
2. Ashley Vella Malta A women 3 29 9.67
3. Lisa Jablonowski Luxembourg A women 3 29 9.67
4. Marine Peglion
Fréttir
- Auglýsing -