spot_img
HomeFréttirKristófer frábær er 16 ára drengir lögðu Bosníu í fyrsta leik í...

Kristófer frábær er 16 ára drengir lögðu Bosníu í fyrsta leik í Pitesti

Undir 16 ára lið drengja lagði Bosníu í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Pitesti.

Eftir nokkuð spennandi fyrri hálfleik tók íslenska liðið öll völd á vellinum í þriðja leikhluta. Byggja sér upp þægilega forystu í leikhlutanum sem þeir svo halda úr leikinn og vinna að lokum með 11 stigum, 62-73.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Kristófer Björgvinsson með 26 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta. Honum næstur var Björn Skúli Birnisson með 10 stig, 5 fráköst og Guðlaugur Davíðsson var með 10 stig og 2 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun laugardag 5. ágúst kl. 15:00 gegn heimadrengjum í Rúmeníu.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -