spot_img
HomeFréttirKristófer frá vegna nýrnabilunar

Kristófer frá vegna nýrnabilunar

Framherji KR, Kristófer Acox, verður ekki meira með á þessu ári. Samkvæmt frétt DV er Kristófer að eiga við nýrnabilun, sem hann var lagður inn á spítala í síðustu viku út af.

Samkvæmt Kristófer, sem nú er útskrifaður af spítala, blossuðu veikindin upp í síðustu viku eftir að hann hafði eitthvað verið að finna fyrir þeim vikurnar áður. Segir hann unnið að því að bjarga nýranu, en vonast til þess að vera kominn aftur á fjalir DHL Hallarinnar eftir áramót.

Kristófer hefur nú þegar misst af einum leik vegna veikindanna, en KR var slegið út úr Geysisbikarnum í síðustu viku af Grindavík þar sem hann var fjarri góðu gamni.

Kristófer var valinn leikmaður ársins síðustu tvö tímabil í Dominos deildinni, þar sem að KR vann Íslandsmeistaratitilinn í bæði skiptin.

Fréttir
- Auglýsing -