spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKristófer ekki með Val

Kristófer ekki með Val

Lykilleikmaður Íslandsmeistara Vals Kristófer Acox mun ekki vera með liðinu í fjórða leik 8 liða úrslita einvígis þeirra gegn Stjörnunni annað kvöld. Staðfestir leikmaðurinn það við mbl fyrr í dag.

Samkvæmt Kristófer mun vera um gömul meiðsl í kálfa að ræða sem halda honum frá vellinum, en hann vonast til að þau muni ekki halda honum frá keppni of lengi. Enn frekar segir hann voni að að hans menn vinni leikinn á morgun og hann fái þá einhverja aukadaga til þess að jafna sig.

Leikur Vals gegn Stjörnunnar fer fram annað kvöld kl. 19:15 í Umhyggjuhöllinni, en eftir að Stjarnan vann fyrsta leik hefur Valur unnið síðustu tvo og geta með sigri á morgun tryggt sig áfram í undanúrslitin.

Fréttir
- Auglýsing -