spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristófer Breki valinn á Adidas Next Generation

Kristófer Breki valinn á Adidas Next Generation

Einn efnilegasti leikmaður landsins Kristófer Breki Björgvinsson leikmaður Hauka fékk sennilega stærsta boð sitt hingað til í desember. Þá var hann einn af tólf leikmönnum sem var valinn til að koma til Svartfjallalands nú í lok janúar og spila á móti sem kallast Adidas Next Generation tournament finals.

Þar mun Kristófer spila ásamt 12 bestu leikmönnum á sínum aldri í Evrópu á móti liðum eins og Real Madrid, Alba Berlin og FC Baeyrn Munich. Það er mikill og stór heiður fyrir leikmanninn að vera valinn í þetta verkefni, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur leikmaður er valinn á þetta mót.

Fréttir
- Auglýsing -