spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristófer Breki og ANG töpuðu naumlega í úrslitaleiknum fyrir Real Madrid

Kristófer Breki og ANG töpuðu naumlega í úrslitaleiknum fyrir Real Madrid

Hafnfirðingurinn Kristófer Breki Björgvinsson tók á dögunum þátt í Next Generation móti Adidas með liði ANG, en liðið rétt missti af því að vinna mótið í spennandi úrslitaleik gegn Real Madrid.

Að vera valinn í þetta verkefni var mikill heiður fyrir Kristófer Breka og íslenskan körfubolta en þarna eru leikmenn sem spila í Euroleague og í öllum bestu deildunum í Evrópu með sínum liðum.

Reynslan sem Kristófer Breki fékk úr þessari ferð og að hafa fengið að æfa og spila með bestu leikmönnum og gegn bestu liðunum i Evrópu mun vafalaust nýtast honum vel inní framtíðina og lokasprettinn í Subway deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -