spot_img
HomeFréttirKristófer: Allir þessir leikir eru orðnir erfiðir núna

Kristófer: Allir þessir leikir eru orðnir erfiðir núna

Leikur fór fram í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í gærkvöldu. Grindavík lagði Val á heimavelli sínum í Smáranum í spennuleik, 93-89. Eftir leikinn er einvígið jafnt 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Hérna er meira um leikinn

Kristófer Acox sagði að Valsarar gætu einfaldlega sjálfum sér um kennt eftir að hafa misst leikinn úr höndunum í lokin:

Svekkjandi tap í kvöld…þið leiðið leikinn í einhverjar 35 mínútur með 4 og upp í 14 mest þarna snemma í þriðja…þetta er helvíti súrt?

Já að sjálfsögðu, sérstaklega þegar þú ert kominn í úrslit og þú vilt koma á útivöllinn og ná í þennan sigur og fara með þetta aftur heim…þetta svíður rosalega núna. En við getum svo sem bara sjálfum okkur um kennt, það er ekki nóg að leiða í 39 mínútur sko, þú verður að klára leikinn yfir og við gerum bara rosalega illa, sérstaklega í fjórða leikhluta að frákasta fannst mér. Við erum að spila ágætis vörn en þeir eru að ná í sóknarfráköstin og eru að refsa okkur fyrir það. Þess vegna náðu þeir að komast aftur inn í leikinn og Mortensen setur risaskot í restina. Ég klikka á auðveldu sniðskoti…og bara margt sem við getum gert betur.

Já…var engin villa í þessu þarna í sniðskotinu…?

Nei, alls ekki, ég var bara að fara upp að troða þessu eins og í fyrsta leiknum en var kannski með sömu lappirnar þarna í restina eins og í byrjun leiks! En að sjálfsögðu á ég að fara upp og klára þetta.

Akkúrat. Körfubolti er alltaf að koma manni svolítið á óvart…það er búið að tala mikið um það að þið séuð svona varnarlið – sem þið eruð náttúrulega, frábært varnarlið – en nú var sóknin hjá ykkur áberandi góð, þið voruð að hitta býsna vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, athyglisvert…

…já við erum bara með mörg vopn og margir sem geta skorað á mismunandi vegu. Auðvitað kemur líka núna smá boost þegar við fáum Kára inn í þetta, það gefur okkur náttúrulega rosalega mikið sóknarlega. En eins og þú segir, við viljum vera þekktir fyrir varnarleikinn okkar og við gefum hérna 93 stig í kvöld og það er bara ekki nógu gott, við vitum að við þurfum að halda liðum í miklu færri stigum en 93 ef við viljum vinna. Við spilum kannski ágætis sókn og fáum skot sem við viljum taka og setja sem er fínt, 89 stig er frábært sko, en 93 stig á okkur er bara alltof mikið.

Akkúrat. Hvernig sérðu næsta leik fyrir þér…væntanlega sama spenna og sami hasarinn…

Jájá, algerlega, nú er aðeins liðið á seríuna og þessi pressa stigmagnast og maður veit það og liðið sem tapar næsta leik verður þá komið með bakið upp við vegg og við viljum að sjálfsögðu fara heim og verja heimavöllinn og stefnum á að gera það og ná í þessa forystu og koma hingað svo og gefa okkur alla veganna færi á að klára tímabilið…

…freista þess að klára þetta bara hér…

Já, algerlega, það verður að sjálfsögðu erfitt, allir þessir leikir eru orðnir erfiðir núna. En okkur líður vel..en eins og ég segi þá bara köstuðum við þessu svolítið frá okkur í kvöld, í staðinn fyrir að stíga bara á bensínið í lokin, mér leið eins og við væru alveg með þá en í staðinn fyrir að stýra okkur enn þá lengra frá þeim þá hleyptum við þeim inn í leikinn.

Fréttir
- Auglýsing -