spot_img
HomeFréttirKristófer áfram með Grindavík

Kristófer áfram með Grindavík

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur hefur framlengt samningi sínum við Kristófer Breka Gylfason. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum í gær. Kristófer er 23 ára bakvörður sem allan sinn feril hefur leikið með Grindavík, en á síðasta tímabili var hann á parketinu í 21 mínútu að meðaltali í leik. Grindavík endaði í 6. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og fór út í oddaleik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Tilkynning:
Kristófer Breki Gylfason hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík um að leika með félaginu á næstu leiktíð í Dominos-deildinni í körfubolta. Breki er 23 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril með Grindavík.


„Það eru frábærar fréttir fyrir körfuboltann í Grindavík að Breki verði áfram í gulu. Hann er frábær varnarmaður sem hefur alla burði til að verða enn betri leikmaður á báðum endum vallarins,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur.


Breki lék ca. 21 mínútu að meðaltali á síðasta tímabili hjá Grindavík. Standa vonir til að þessi ungi Grindavíkingur verði í enn stærra hlutverki hjá félaginu á næstu leiktíð.


Áfram Grindavík!

Fréttir
- Auglýsing -