spot_img
HomeFréttirKristófer áfram hjá KR

Kristófer áfram hjá KR

Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson framlengdu samninga sína við KR nú í hádeginu og munu þeir félagar leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta var tilkynnt í hádeginu þegar nýr þjálfari, Ingi Þór Steinþórsson var kynntur. 

 

Kristófer Acox gerir tveggja ára samning við KR og leikur því með liðinu næstu árin. Líklegt þótti að Kristófer myndi fara í atvinnumennsku í sumar en einhver bið verður á því. Kristófer getur þó samið við lið erlendis til loka október. 

 

Jón Arnór verður áfram í herbúðum KR en gæði hans þekkja allir og ljóst að um mikil gleðitíðindi er að ræða fyrir KR-inga. Í hádeginu var einnig tilkynnt að Ingi Þór Steinþórsson yrði yfirþjálfari yngri flokka. 

 

Mynd – Ingi Þór, Kristófer og Jón Arnór skrifa undir samning ásamt Böðvari varaformanni körfuknattleiksdeildar KR. 

Fréttir
- Auglýsing -