spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristófer Acox staðfestir brottför frá KR

Kristófer Acox staðfestir brottför frá KR

Kristófer Acox sem tvisvar hefur verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins hefur yfirgefið uppeldisfélag sitt KR og leikur ekki með því á næstu leiktíð. Þetta staðfestir hann á Instagram síðu sinni fyrir stundu.

“Mér þykir það miður að þurfa að tilkynna brottför mína frá uppeldisfélaginu mínu KR. Ástæðan er ákveðinn ágreningur milli món og félagsins, sem því miður náðist ekki að leysa. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég varði hjá KR og ég óska félaginu alls hins besta á komandi tímabili.” segir í tilkynningu Kristófers Acox sem hann birti á Instagram.

Samkvæmt öruggum heimildum Körfunnar snýr ágreningurinn að vangoldnum launum sem Kristófer á inni hjá KR. Á dögunum var Kristófer orðaður við Val líkt og Karfan greindi frá.

Um framtíðina segir Kristófer: “Ekki er komið á hreint hvar ég mun spila á næstu leiktíð, en það mun væntanlega skýrast á næstu dögum. Hvar sem ég mun enda, er ég spenntur fyrir nýrri og krefjandi áskorun.”

Kristófer er annar lykilleikmaðurinn sem KR missir í sumar en Jón Arnór Stefánsson gekk til liðs við Val fyrr í sumar. Ljóst er að stórt högg er skorðið á lið KR og þá sérstaklega í ljósi þess að einungis rúmar þrjár vikur eru í að Dominos deildin hefjist.

Fréttir
- Auglýsing -