spot_img
HomeFréttirKristófer Acox mögulega með KR

Kristófer Acox mögulega með KR

 

Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox mun mögulega leika með KR í yfirstandandi úrslitakeppni. Þetta staðfesti þjálfari KR, Finnur Freyr Stefánsson, í samtali við körfuna fyrr í kvöld. Kristófer, sem er uppalinn KR-ingur, hefur leikið síðustu ár með liði Furman Paladins í efstu deild bandaríska háskólaboltans, en þó að eiginlegt tímabil liðsins sé þegar á enda, eru einhverjir leikir eftir hjá liðinu á þessa dagana. Samkvæmt þjálfara KR verða málin skoðuð eftir að þessum leikjum lýkur og þá athugað hvort möguleiki sé fyrir því að fá hann til liðsins. Enn frekar sagðist Finnur, þrátt fyrir það, ekki vera að reikna með honum. Kristófer sjálfur sagði ekki hvort af yrði eða á, sagði einfaldlega "verður bara að koma í ljós" þegar að karfan spurði hann út í málið.

 

Ljóst er að verði af þessu er um gífurlegan liðsstyrk að ræða fyrir meistara KR, sem mæta Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar í næsta einvígi, en það hefst í næstu viku.

Fréttir
- Auglýsing -