spot_img
HomeFréttirKristófer á ESPN 3 í kvöld

Kristófer á ESPN 3 í kvöld

Í kvöld hefst úrslitakeppnin hjá Kristófer Acox og félögum í Furman háskólanum í Bandaríkjunum. The Citadel er andstæðingur kvöldsins en liðið hafnaði í 7. sæti í Southern Conference á meðan Furman hafnaði í því tíunda. Sigurvegarinn úr viðureign kvöldsins mun mæta Chattanooga í næstu umferð en Chattanooga hafnaði í 2. sæti í Southern Conference.
 
 
Furman heldur inn í þessa fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Southern Conferenc með 8-21 stöðu á tímabilinu en liðið var 5-13 í riðlinum. Kristófer hefur gert 6,8 stig að meðaltali í leik með Furman og er langfrákastahæsti leikmaður liðsins með 7,7 fráköst að jafnaði í leik.
 
Allir leikir úrslitakeppninnar í Southern Conference verða ýmist á ESPN 3 eða ESPN 2 stöðvunum. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að fjögur neðstu liðin mætast í kvöld í útsláttarkeppni um sæti í átta liða úrslitum. Þeir sem vinna í kvöld halda áfram og leika strax aftur á morgun, í tilfelli Furman takist þeim að vinna þá mæta þeir Chattanooga á morgun.
  
Fréttir
- Auglýsing -