spot_img
HomeFréttirKristján Pétur í Hólminn á ný

Kristján Pétur í Hólminn á ný

Kristján Pétur Andrésson leikur með Snæfell á næstu leiktíð en hann samdi nýverið við félagið til tveggja ára. Kristján lék með KFÍ síðastliðin tvö ár og gerði 12,4 stig og tók 5,3 fráköst að meðaltali í leik með Ísfirðingum í Domino´s deildinni á síðasta tímabili. Kristján er nú flestum hnútum kunnugur í Hólminum og lék 20 leiki með liðinu tímabilið 2010-2011 og þá hefur hann m.a. orðið bikarmeistari í yngri flokkum með sameinuðu liði Snæfells og Skallagríms.
 
Áður hafði Ólafur Torfason sagt skiliði við Snæfell en hann mun þjálfa hjá Fjölni á næsta tímabili ásamt því að leika með liðinu í 1. deild karla.
 
Mynd/ Snæfell.is – Kristján Pétur og formaðurinn Gunnar Svanlaugsson takast í hendur eftir „pappírsvinnuna.“
  
Fréttir
- Auglýsing -