spot_img
HomeFréttirKristján Örn og Arnar Smári endurnýja við Skallagrím

Kristján Örn og Arnar Smári endurnýja við Skallagrím

Skallagrímur heldur áfram að semja við leikmenn sína fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla. Tveir ungir og efnilegir Borgnesingar endurnýjuðu samninga sína við liðið á dögunum. Það eru þeir Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason. 

 

Í tilkynningu Skallagríms segir: 

Kristján Örn sem leikur stöðu framherja tók mikilvægum framförum á síðasta tímabili þar sem hann var með 5,7 stig í leik og 3 fráköst. Hann lék stórt hlutverk í liði unglingaflokks karla á tímabilinu sem komst í 8-liða úrslit í Íslandsmótinu og var valinn mikilvægasti leikmaður unglinaflokks á lokahófi Skallagríms í vor. Kristján verður 21 árs í september.

 

Arnar Smári, sem verður 17 ára í júní, leikur stöðu bakvarðar og hefur verið að taka góðum framförum á liðnum árum. Hann lék stórt hlutverk í liðum drengja- og unglingaflokks Skallagríms í vetur og kom við sögu í nokkrum leikjum meistaraflokks.

 

Það hefur verið nóg að gera hjá undirskriftardeild Skallagríms síðustu daga en um síðustu helgi var tilkynnt að bræðurnir Björgvin Hafþór og Bergþór Ægir Ríkharðssynir hefið samið við liðið. Einnig framlengdu þeir Eyjólfur Ásberg, Bjarni Guðmann og Atli Aðalsteinsson samninga sína við liðið og Davíð Ásgeirsson hefur ákveðið að taka skónna af hillunni á ný.  Þá segir á heimasíðu Skallagríms að frekari fregna sé að vænta. 

 
Fréttir
- Auglýsing -