spot_img
HomeFréttirKristján Fannar fer með undir 20 ára í A-deild Evrópumótsins eftir frábært...

Kristján Fannar fer með undir 20 ára í A-deild Evrópumótsins eftir frábært Norðurlandamót í Södertalje

Leikmaður undir 18 ára drengjaliðs Íslands Kristján Fannar Ingólfsson mun gangast til liðs við undir 20 ára karlaliðið fyrir A deild Evrópumótsins á Krít sem hefst eftir helgina. Kemur hann inn í liðið í stað Daníels Ágústs Halldórssonar, sem meiddist í fyrsta leik liðsins á nýafstöðnu Norðurlandamóti í Södertalje. Þjálfarar U18 og U20 liðanna ásamt afreksstjóra KKÍ ákváðu þetta í sameiningu við leikmanninn og forráðamenn hans.

Kristján Fannar átti gífurlega gott Norðurlandamót fyrir undir 18 ára liðið, þar sem þeir voru hársbreidd frá því að vinna Svíþjóð í eiginlegum úrslitaleik og var hann valinn í fimm manna úrvalslið mótsins að leik loknum, en það er kosning sem fer fram hjá þjálfarateymum liða á mótinu.

Kristján mun því líkt og Tómas Valur Þrastarson leika fyrir bæði undir 18 ára drengi og undir 20 ára karla á Evrópumótum sumarsins.

Hérna má sjá hóp undir 20 ára karla

Fréttir
- Auglýsing -