17:00
{mosimage}
(Kristinn Friðriksson)
Þjálfarinn Kristinn Geir Friðriksson verður líkast til áfram með Tindastólsmenn í Iceland Express deild karla en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is í dag. Ekki hefur verið ritað undir neina samninga enn sem komið er og eru Tindastólsmenn þessa dagana að vinna í því að fá til sín erlenda leikmenn.
Kristinn stýrði Stólunum í 10. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en Stjarnan og Tindastóll misstu naumlega af sæti í úrslitakeppninni eftir harða baráttu við Þór Akureyri sem hreppti loks sætið.
,,Ég er að hefja þriðja árið í röð með Tindastól en undirbúningstímabilið hjá okkur er enn ekki hafið. Við erum alltaf um þremur mánuðum á eftir öðrum liðum í þessum efnum og þar spilar leikmannaekkla langstærstu rulluna,” sagði Kristinn og kvaðst ekki eiga stóran garð af leikmönnum.
,,Það er enginn markaður fyrir okkur af íslenskum leikmönnum því miður, við höfum haft samband við þá nokkra en það gekk ekki,” sagði Kristinn sem síðast þjálfaði lið Grindavíkur áður en hann hélt Norður á ný til þess að taka við Tindastól.