7:41
{mosimage}
Kristinn Jónasson, leikmaður Hauka í körfuknattleik, er genginn til liðs við Fjölni í Grafarvogi og segir Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, segist hlakka mikið til að fá Kristinn í raðir félagsins, þar sé á ferðinni bæði hávaxinn og fjölhæfur leikmaður sem hafi staðið sig vel með Haukum.
Kristinn er 205 sentimetrar á hæð og verður 23 ára gamall í sumar. Hann er uppalinn Haukamaður og hóf að leika af alvöru með meistaraflokki félagsins haustið 2003 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Hann varð stigahæsti íslenski leikmaður Hauka á síðustu leiktíð, en þá skoraði hann 11,4 stig að meðaltali í Iceland Express deild karla. Hann var valinn í landsliðshóp sumarið 2005 en lék þó engan landsleik það árið. Í fyrrasumar lék hann sinn fyrsta landsleik og hefur tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni B-deildar Evrópukeppninnar. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki.
Á síðustu leiktíð lék hann að meðaltali í 26,4 mínútur í hverjum leik Hauka, var með 41,4% skotnýtingu í heildina og tók að meðaltali 6,4 fráköst í leik, 2,6 í sókn og 3,8 í vörn. Alls tók hann
127 fráköst fyrir Hauka í deildinni og var efstur á blaði hvað það varðaði hjá félaginu. Hann lék tuttugu [leiki fyrir Hauka .karfan.is] í deildinni í vetur.
Haukar féllu úr úrvalsdeildinni í vetur eftir mikla baráttu meðal annars við Fjölni, sem slapp fyrir horn á síðustu metrunum.
Morgunblaðið – www.mbl.is
Mynd: Stefán Borgþórsson



