spot_img
HomeFréttirKristinn: Sóknin er okkar haldreipi

Kristinn: Sóknin er okkar haldreipi

12:00 

{mosimage}

 

 

Keflvíkingurinn Kristinn Friðriksson var sæmilega sáttur við leik sinna manna gegn Haukum á Sauðárkróki í gær. Tindastóll hafði sigur í leiknum 79-75 og eru nú í áttunda sæti Iceland Express deildarinnar með átta stig.

 

Hvernig fannst þér leikur liðsins í kvöld?

Hann var sæmilegur, ekki betri en það, vörnin var góð á köflum en ekki á heildina

litið. Í fyrsta skiptið í vetur var vörnin betri en sóknin.

 

Já, mönnum virtust mislagðar hendur í sókninni, var eitthvað stress í gangi?

Nei, ég held að stress hafi ekki verið faktor, ég held að við höfum verið mjög

óheppnir þegar kom að því hvar boltinn datt, en þeir voru að spila mjög aggressíva

vörn og við vorum ekki gera nægilega vel á móti því.

 

En menn létu það ekki slá sig alveg út af laginu og náðu að halda sér inn í leiknum,

var það vörnin sem skóp þennan sigur?

Ég get varla svarað því, ég held að leikurinn hafi unnist á þeirra mistökum í sókn í

seinni hálfleik.

 

Nú náðu Stólarnir að þokast aðeins frá botninum og framundan er smá frí, hvernig

líst þér svo á framhaldið?

Mér líst vel á það, við verðum bara að halda okkar stefnu og halda áfram að bæta okkur.

 

Er eitthvað sérstakt í leik liðsins sem þarf að bæta á næstunni?

Vörnin, það verður alltaf vörnin. Þótt sóknin hafi hikstað í dag þá er hún okkar

haldreipi í þessu.

 

Jóhann Sigmarsson ræddi við Kristinn Friðriksson að leik loknum á Sauðárkróki í gær.

Fréttir
- Auglýsing -