spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaKristinn Pálsson í Val

Kristinn Pálsson í Val

Valur hefur samið við landsliðsmanninn Kristin Pálsson um að leika með félaginu í Subway-deild karla á komandi vetri. Kristinn rifti nýverið samningi sínum við Aris Leuwaarden í Benelúx deildinni.

Kristinn hefur áður leikið með Njarðvík og Grindavík hér á landi, auk Stella Azzurra akademíunnar í Róm á Ítalíu og Marist háskóla í Bandaríkjunum.

Valsmenn töpuðu oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Tindastól í vor, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2022.

Fréttir
- Auglýsing -