spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn og Aris Leeuwarden lögðu Den Helder Suns örugglega

Kristinn og Aris Leeuwarden lögðu Den Helder Suns örugglega

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden lögðu Den Helder Suns nokkuð örugglega í BNXT deildinni hollensk/belgísku í gærkvöldi, 91-67.

Eftir leikinn er Aris í þriðja sæti hollenska hluta deildarinnar með tíu sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Sigurinn í gær ansi stór fyrir Aris að því leyti að liðið er nú ansi stóru skrefi nær að tryggja sig áfram í efri hluta seinni hluta tímabilsins, þar sem að fimm efstu lið hollenska hlutans og fimm efstu lið belgíska hlutans munu leika saman lokaumferð deildarkeppninnar.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 3 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti, en liðið hans vann þær mínútur sem hann spilaði í leiknum með 12 stigum.

Næsti leikur Kristins og Aris í deildinni er þann 5. febrúar gegn Landstede Hammers.

Fréttir
- Auglýsing -