spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn öflugur í öðrum leik einvígis Aris gegn Landstede Hammers

Kristinn öflugur í öðrum leik einvígis Aris gegn Landstede Hammers

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola fjögurra stiga tap í dag gegn Landstede Hammers í úrslitakeppni hollenska hluta BNXT deildarinnar, 76-80.

Liðin hafa því skipt með sér sigrum í fyrstu tveimur leikjum einvígissins og leika oddaleik um hvort liðið kemst áfram komandi sunnudag 7. maí.

Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 12 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum, stolnum bolta og 2 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -