20:42
{mosimage}
(Kristinn Jónasson er snúinn heim í Fjörðinn)
Landsliðsmaðurinn Kristinn Jónasson, sem er uppalinn Haukamaður, söðlaði um fyrir síðasta tímabil þegar Haukar féllu í 1. deild og gekk til liðs við Fjölni. Nú ári seinna er Kristinn snúinn aftur í raðir Hauka og leikur með þeim í 1. deildinni á komandi tímabili.
Þetta er gífurlega mikill liðsstyrkur fyrir Hauka og ljóst að þeir ætla sér stóra hluti í 1. deildinni og segir Kristinn á heimasíðu Hauka að takmark næsta vetrar er að fara upp með Hauka.
{mosimage}
(Kristinn og Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, takast í hendur eftir undirskrift)
,,Það er mjög gott að koma heim. Hér get ég vonandi fengið gamla sjálfstraustið á ný og ég trúi því að ég fái aftur hjá Haukum. Það var mjög sárt að falla með Haukum í fyrra og nú er takmarkið að koma liðinu aftur upp. Ég er Haukamaður í húð og hár og það breytist aldrei,” sagði Kristinn við heimasíðu Hauka.
Kristinn er 24 ára gamall og hefur leikið 9 A-landsliðsleiki en hann er í æfingahópi Sigurðar Ingimundarsonar.
Emil Örn Sigurðarson
Mynd: Emil Örn Sigurðarson