spot_img
HomeFréttirKristinn Geir - Pepplistinn Minn

Kristinn Geir – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Hauka B, Kristinn Geir Pálsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið Hauka B tekur á móti liði KR í 16 liða úrslitum Powerade bikarkeppni þessa árs kl. 16:30 í dag.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

 

Kristinn:

"Ég myndi segja að ég hlustaði á alla tegund tónlistar dags daglega en fyrir leiki til að komast í gírinn hlusta ég mest á rapp með smá rokki og electró í bland. Hér eru nokkur lög sem ég mun setja á fóninn á laugardaginn enda veitir ekki af að mæta tilbúinn til leiks gegn íslandsmeisturum síðustu tveggja ára."
 
Move Somethin' – Talib Kweli
Eitt af mínum uppáhalds pepplögum, kemur mér alltaf í gamemode. Tekið af einni bestu rappplötu eftir aldamót að mínu mati.
 
Luchini AKA This is It – Camp Lo
Classic lag og gott groove.
 
One – Ghostface
Félagi minn Gostface er og hefur alltaf verið langbestur þeirra Wu-Tang bræðra og hér er eitt gamalt og gott með honum sem ratar iðulega á fóninn fyrir leiki.
 
Know Your Enemy – Race Against The Machine
Eitt af tveimur rokklögum á listanum og ansi hressandi, góður boðskapur fyrir leik að vita hver sé andstæðingurinn.
 
Rocket Fuel – Brain Police
Eitt af betri "ROKK" lögum íslandsögunnar að mínu mati, grjóthart alveg hreint.

Pressure – Tensnake
Þetta lag undirbýr mig sérstaklega fyrir pressuna frá Ægi Þór Steinarsyni, hún verður djöfuleg við að eiga býst ég við.

 
"Önnur lög á listanum eru ekki síðri og eru hressandi og síðan fer þetta allt á shuffle-mode og repeat um kl. 12:00 á hádegi á leikdegi."
Fréttir
- Auglýsing -