Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Hauka B, Kristinn Geir Pálsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Lið Hauka B tekur á móti liði KR í 16 liða úrslitum Powerade bikarkeppni þessa árs kl. 16:30 í dag.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Kristinn:
"Ég myndi segja að ég hlustaði á alla tegund tónlistar dags daglega en fyrir leiki til að komast í gírinn hlusta ég mest á rapp með smá rokki og electró í bland. Hér eru nokkur lög sem ég mun setja á fóninn á laugardaginn enda veitir ekki af að mæta tilbúinn til leiks gegn íslandsmeisturum síðustu tveggja ára."
Move Somethin' – Talib Kweli
Eitt af mínum uppáhalds pepplögum, kemur mér alltaf í gamemode. Tekið af einni bestu rappplötu eftir aldamót að mínu mati.
Luchini AKA This is It – Camp Lo
Classic lag og gott groove.
One – Ghostface
Félagi minn Gostface er og hefur alltaf verið langbestur þeirra Wu-Tang bræðra og hér er eitt gamalt og gott með honum sem ratar iðulega á fóninn fyrir leiki.
Know Your Enemy – Race Against The Machine
Eitt af tveimur rokklögum á listanum og ansi hressandi, góður boðskapur fyrir leik að vita hver sé andstæðingurinn.
Rocket Fuel – Brain Police
Eitt af betri "ROKK" lögum íslandsögunnar að mínu mati, grjóthart alveg hreint.
Pressure – Tensnake
Þetta lag undirbýr mig sérstaklega fyrir pressuna frá Ægi Þór Steinarsyni, hún verður djöfuleg við að eiga býst ég við.
"Önnur lög á listanum eru ekki síðri og eru hressandi og síðan fer þetta allt á shuffle-mode og repeat um kl. 12:00 á hádegi á leikdegi."