spot_img
HomeFréttirKristinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Danmörku "Hreinn úrslitaleikur"

Kristinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Danmörku “Hreinn úrslitaleikur”

Ísland leikur í dag lokaleik sinn forkeppni undankeppni HM gegn Danmörku í Podgorica í Svartfjallalandi.

Þessir 12 leikmenn munu mæta Danmörku í kvöld

Heimasíða keppninnar

Staðan í riðli Íslands er þannig að Svartfjallaland er með þrjá sigra í efsta sæti, Ísland í öðru með einn og Danmörk því neðsta enn án sigurs. Tvö lið komast áfram og getur Ísland því með sigri í kvöld tryggt sig áfram, en fari svo að þeir tapi þurfa þeir að treysta á að Svartfellingar vinni Danmörku á morgun í síðasta leik riðilsins.

Leikurinn er kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV 2. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni, þar sem einkunnir, umfjöllun og viðbrögð þjálfara og leikmanna verða aðgengileg laust eftir leik.

KKÍ birti í dag viðtal á samfélagsmiðlum við leikmann liðsins Kristinn Pálsson sem tekið var á síðustu æfingu liðsins í Podgorica.

Fréttir
- Auglýsing -