spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn frábær í mikilvægum sigurleik gegn Groningen

Kristinn frábær í mikilvægum sigurleik gegn Groningen

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden lögðu Groningen í BNXT deildinni í Hollandi í kvöld, 88-80.

Með sigrinum náði Aris að tryggja sér 4. sæti hollenska hluta deildarinnar og þar með sæti í gullhluta keppninnar, þar sem að fimm efstu hollensku liðin og fimm efstu belgísku leika í á lokahluta tímabilsins.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 21 stigi, 3 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -