spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn frábær í enn einum sigurleik Aris í BNXT deildinni

Kristinn frábær í enn einum sigurleik Aris í BNXT deildinni

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden lögðu Apollo Amsterdam í kvöld í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 68-86.

Eftir leikinn er Aris í 2. sæti hollenska hluta deildarinnar með átta sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 15 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæsti leikmaður leiksins með 21 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -